Psalms 62

1Til söngstjórans. Fyrir Jedútún. Davíðssálmur. 2Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. 3Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín _ ég verð eigi valtur á fótum. 4Hversu lengi ætlið þér að ryðjast allir saman gegn einum manni til að fella hann eins og hallan vegg, eins og hrynjandi múr? 5Þeir ráðgast um það eitt að steypa honum úr tign hans, þeir hafa yndi af lygi, þeir blessa með munninum, en bölva í hjartanu. [Sela] 6Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín. 7Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín _ ég verð eigi valtur á fótum. 8Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi ég í Guði. 9Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. [Sela] 10Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn, á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman. 11Treystið eigi ránfeng og alið eigi fánýta von til rændra muna, þótt auðurinn vaxi, þá gefið því engan gaum. 12Eitt sinn hefir Guð talað, tvisvar hefi ég heyrt það: ,,Hjá Guði er styrkleikur.`` [ (Psalms 62:13) Já, hjá þér, Drottinn, er miskunn, því að þú geldur sérhverjum eftir verkum hans. ]
Copyright information for Icelandic